Leikjavísir

GameTíví: Tryggvi, Kristján og Halldór streyma Warzone

Samúel Karl Ólason skrifar

Í kvöld verður streymt frá leiknum Warzone á Twitchrás GameTíví. Þá munu þeir Tryggvi úr GameTíví, Kristján Einar Kristjánsson, umsjónarmaður Vodafone deildarinnar á Stöð 2 eSport, og Halldór Már, sérfræðingur Vodafone deildarinnar, spila við aðra spilara um heim allan.

Streymið hefst klukkan átta og mun standa yfir fram á kvöld.

Auk þess að geta skemmt sér yfir streyminu munu áhorfendur einnig geta dottið í lukkupottinn en til stendur að gefa eintök af tölvuleikjum á meðan streymið stendur yfir.


Tengdar fréttir

Steindi Jr. streymir Warzone í kvöld

Steindi Jr. og félagar bjóða fólki að horfa á sig og spjalla á meðan þeir drekka rauðvín og spila Call of Duty í kvöld.

Call of Duty: Warzone - Byggir á velgengni annarra leikja

Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur og meðal þeirra bestu. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða.








×