Innlent

Ein­hverjar tak­markanir væntan­lega á tjald­svæðum í sumar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að hann hefði sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig best sé að aflétta aðgerðum sem gripið var til vegna kórónufaraldursins. Byrjað verður að aflétta aðgerðunum eftir 4. maí en það verður gert í nokkrum skrefum. Taka muni mánuði að aflétta öllum aðgerðunum.

Margir landsmenn hyggja á ferðalög innanlands í sumar og segir Þórólfur slíkt vel samrýmast þeim aðgerðum sem mögulega verða enn í gildi í sumar. „Hér er víðerni og fólk þarf ekki að brjóta þessa tveggja metra reglu og getur farið mjög víða og ég held að Ísland verði staðurinn núna næstu mánuðina,“ segir Þórólfur.

Hann segir að einhverjar takmarkanir verði engu að síður væntanlega á tjaldsvæðum landsins. „Tjaldsvæðin verða opin í sumar en með einhverjum takmörkunum þó,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×