Innlent

Leitin að Söndru hafin á ný

Sylvía Hall skrifar
Frá aðgerðum á Álftanesi í kvöld.
Frá aðgerðum á Álftanesi í kvöld. Vísir

Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leita nú að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long á Álftanesi. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Leit var hætt klukkan 17:30 í dag og átti að fresta henni til morguns. Nú rétt fyrir miðnætti hófst leit að nýju og eru þyrlur Landhelgisgæslunnar og bátar notaðir við leitina á svæðinu.

Íbúar á Álftanesi og Seltjarnarnesi hafa orðið varir við aðgerðir leitarmanna nú í kvöld.

Ekki er vitað um ferðir Söndru síðan á skírdag en bíll hennar fannst á Álftanesi.


Tengdar fréttir

Leit að Söndru Líf lokið í dag

Leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long stóð yfir til klukkan 17:30 í dag en þá var henni frestað til morguns. Gert er ráð fyrir að skipulag leitarinnar verði með sama hætti á morgun auk þess sem drónar verða nýttir til leitar ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×