Fólk haldi ró sinni þrátt fyrir að eldarnir nálgist Tsjernobyl Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 08:12 Mynd tekin af þaki kjarnorkuversins í Tsjernobyl síðastliðinn föstudag. AP Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986. Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986.
Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12