Erlent

Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna bar­áttunnar við veiruna

Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. epa

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar.

Löndin sem um ræðir eru að sögn Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bæði fátæk og berskjölduð andspænis þeim efnahagsþrengingum sem fylgja þeim aðgerðum sem grípa þarf til, til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins.

Ríkin 25 eru öll í Afríku, ef Afganistan, Jemen, Tadsíkistan, Haíti og Nepal eru frá talin. Niðurfelling skulda ríkjanna verður fjármögnuð með hamfarasjóði AGS.

Georgieva segir að þeir fjármunir sem hefðu að öðrum kosti verið varið í að greiða skuldir ríkjanna hjá bankanum yrði betur varið innan heilbrigðiskerfis landanna 25.

Ríkin sem um ræður eru Afganistan, Benín, Burkína Fasó, Miðafríkulýðveldið, Tsjad, Kómóreyjar, Austur-Kongó, Gambía, Gínea, Gínea-Bissá, Haítí, Líbería, Madagaskar, Malaví, Malí, Mósambik, Nepal, Níger, Rúanda, Saó Tóme og Prinsípe, Síerra Leóne, Solómoneyjar, Tadsíkistan, Tógó og Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×