Innlent

Bein útsending: Hvað er námstækni og hvaða bjargráð getum við nýtt okkur?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur í hópvinnu geta ekki hist og farið yfir málin við hringborð eins og sakir standa.
Nemendur í hópvinnu geta ekki hist og farið yfir málin við hringborð eins og sakir standa. Vísir/Vilhelm

Gréta Matthíasdóttir, náms- og starfsráðgjafi Háskólans í Reykjavík, fjallar um hvernig best sé að ná tökunum á námi í breyttum aðstæðum í þriðja fyrirlestrinum í netfyrirlestraröð Háskólans í Reykjavík og Vísis. Fyrirlesturinn verður fluttur klukkan tólf í dag.

Hvað er námstækni? Hvaða bjargráð getum við nýtt okkur? Nemendur víða um heim stunda nú fjarnám og þurfa að aðlaga sig að aðstæðum sem eiga sér ekki fordæmi. Það reynir á flesta og eðlilega getur slíkt ástand valdið óþægindum.

Það er auðvitað ekki ein leið til að læra, við erum ólík og nálgumst nám með ólíkum hætti. Það er samt sem áður hægt að skoða hvað rannsóknir sýna að henti flestum. Við verðum stöðugt að vera á tánum hvað varðar það að vera opin fyrir nýjum aðferðum og leiðum til að auka árangur, ná jafnvægi og auka vellíðan.

Er það sem þú sem þú ert að gera núna að skila þér árangri? Eða viltu kynna þér hvað þú getur gert til að snúa taflinu við?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×