Sigmundur Davíð í skotlínu skopsins: Maðurinn er gangandi skotskífa Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2015 09:53 Fáir ef nokkrir hafa verið eins mikill efniviður í skop og Sigmundur Davíð -- hann má heita sannkölluð skotskífa, eins og Halldór Baldursson orðar það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er umdeildur maður og það er ekki beinlínis eins og hann njóti þess. Hann ber sig aumlega og finnst sem þjóðin skilji sig ekki. Sigmundi Davíð finnst hann ekki njóta sannmælis og honum finnst ómaklega að sér vegið. Sá hefur verið gegnumgangandi rauður þráður í tali hans allt frá því hann settist í stól forsætisráðherra – eða frá því hann ritaði fræga grein um loftárásir fjölmiðla á sig og ríkisstjórn sína. En, þrátt fyrir umkvartanir Sigmundar Davíðs lætur fólk sér ekki segjast, engin miskunn hjá Magnúsi og fáir hafa verið eins vinsælt umfjöllunarefni skopteiknara og þeirra sem vilja vera fyndnir á netinu en einmitt Sigmundur Davíð. Leiðtogar eru stöðu sinnar samkvæmt efniviður í skop, en fáir ef nokkrir komast með tærnar þar sem Sigmundur Davíð hefur hælana. Hvað er það sem gerir Sigmund Davíð að þessu ákjósanlega skotmarki umfram aðra sem gegnt hafa þessari stöðu? Vísir ræddi við tvo fremstu skopteiknara landsins til að reyna að komast til botns í þessari því: Er grínurum illa við forsætisráðherra eða þykir þeim jafnvel vænt um hann?Halldór hefur teiknað hátt í 300 myndir af Sigmundi Davíð, en Gunnar segist varla vita hvernig maðurinn lítur út.Fyrirmyndirnar fara að líkjast teikningunum Teiknarar Fréttablaðsins, Halldór Baldursson og Gunnar Karlsson, eru bestu skopteiknarar landsins. Halldór segir fínt að teikna Sigmund Davíð. „Eins og alla sem maður búinn að þúsund sinnum. Leyfi mér samt ákveðnar vitleysur í útfærslu minni á honum. Hann ætti til dæmis að vera með hærra enni en ég teikna hann með. Mér finnst hann fyndnari svona og meira í karakter. Það trompar allt annað. Finnst reyndar fyrirmyndirnar smám saman byrja að líkjast teikningunum mínum en ekki öfugt. Smá galið auðvitað.“ En, Gunnar sér þetta öðrum augum: „Mér hefur aldrei þótt auðvelt að teikna Sigmund Davíð og veit eiginlega ekki almennilega hvernig hann lítur út.“ Halldór giskar á að hann hafi teiknað svona á milli 250 til 300 myndir af Sigmundi Davíð en Gunnar hefur ekki tölu. „Allavega fleiri en ég hefði viljað. Líklega þó svipað margar og Jóhanna og Steingrímur fengu af sér á sínum tíma.“Teiknararnir minnast þess ekki að viðfangsefni þeirra hafi kunnað þeim þakkir fyrir að rata í myndirnar.Óbeit og/eða dálæti Nú er það þannig að skopmyndateiknarar hafa á stundum dálæti á viðfangsefnum sínum fremur en að þeir séu að pönkast á viðkomandi, og má í því sambandi nefna Sigmund, hinn heitna teiknara Morgunblaðsins og Davíð Oddsson, sem svo beitti sér fyrir því að ríkið keypti teikningar hans af sjálfum sér og öðrum. Hugmyndir skopteiknara um viðfangsefni sín eru líkast til með ýmsu móti, en getur verið að menn sumir hverjir séu að fá útrás fyrir óbeit sína á manninum, með meinfýsnum teikningum? Gunnar segir það yfirleitt þannig að fyrirmyndirnar gera eitthvað eða segja eitthvað sem gerir það að verkum að þær lenda í skopmyndum. „Ég reyni að teikna það sem hefur verið efst á baugi hverja viku en einstaka sinnum teikna ég einhverja ákveðna persónu af því að mig langar til.“ Halldór er ekki viss um að Sigmundur rati oftar í sínar myndir en Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, forverar Sigmundar í forsætisráðuneytinu, svo dæmi séu nefnd – en þarna hangir reyndar sitthvað á spýtunni. Sigmundur Davíð nýtur nefnilega sérstöðu: „Þetta þarf að rannsaka. Verð samt að segja að ég þarf reglulega að fara í SDG bindindi. Hann freistar mín um of. Einu sinni náði ég heilli viku án SDG. Það var mögnuð tilfinning. Held ég hafi upplifað svipaða tilfinningu og fólk sem er búið að hreinsa sig af fíkn. Fannst ég tær og góð manneskja. En það hélt ekki lengi. Maður dettur alltaf aftur í í SDG. Maðurinn er gangandi skotskífa.“Menn telja sig greina talsverða væntumþykju milli Sigmund og Davíðs Oddssonar, sem svo beitti sér fyrir því að ríkið keypti Mogga-teikningarnar.Vilja ekki kannast við að vera í nöp við manninn Teiknararnir vilja sem sagt ekki kannast við að leggja fæð á Sigmund Davíð. „Mér getur ómögulega verið illa við mann sem bíður upp á svona mörg tækifæri til að láta skopast með sig,“ segir Halldór. „Annars forðast ég að kynnast fórnarlömbum mínum. Þetta reynist yfirleitt alltof vænt fólk í návígi. Hef þó lúmskan og grun um að Sigmundi Davíð sé ekkert gefið um myndirnar sem ég teikna af honum og sé ekki að skrapa saman fyrir safni utan um myndirnar mínar. Óstaðfestar heimildir og jafnvel rúmlega það.“ Gunnar bætir því við að skopteiknarar séu eiginlega hirðfífl samtímans. „Enginn veit hvort þeir þjóna kónginum eða almúganum, ég hef í það minnsta ekki hugmynd. Ég get vel skilið að stjórnmálamanni sem lendir í því að fá á sig skopmynd endalaust gæti fundist hann vera lagður í einelti, en slíkar myndir eru þó aldrei hugsaðar sem persónuleg árás á viðkomandi. Formenn flokkana lenda oftar í skopmyndum enda eru þeir tákngervingar sinna flokka.“Man ekki eftir þakklátum stjórnmálamanni Það eru nefnilega til kenningar þess efnis að skop af valdhöfum sé til þess fallið að styrkja þá í sessi: Að fólk fái með því útrás fyrir gremju í garð þeirra – og láti þar við sitja. Og fari jafnvel að láta sér þykja vænt um viðkomandi; þeir verða mannlegir og svo blandast saman við þetta einhvers konar vorkunn? Reyndar er það svo að ekki verður þess vart, til að mynda í skoðanakönnunum, að spaugið sé til að auka vinsældirnar þegar Sigmundur Davíð á í hlut. Hann fékk meira að segja á baukinn nýverið á Eyjunni, miðli sem hingað til hefur verið talinn fremur hliðhollur forsætisráðherra og hans fólki – falleinkunn í netkönnun miðilsins. Halldór hefur heyrt þessari kenningu fleygt áður. „Einhver kallaði mig hluta af valdaelítunni og ég eiginlega fílaði það. Var alltaf hálf utangarðs í skóla, vinnustöðum og þessháttar. Passa ekki í nefndir og ráð. Ég man varla eftir þakklátum stjórnmálamanni vegna mynda minna. Nema kannski minni spámönnum, sem þykir heiður af því að lenda á mynd. Einu sinni sá ég Jóhönnu Sig í bakaríi sama dag og frekar hörð teikning af henni birtist. Þá langaði mig að faðma hana og segja henni hvað mér þætti samt vænt um hana. En hún var bara eitthvað spá í rúnstykki og virtist alveg alveg sama um þetta allt. Ég myndi samt segja að svona væntumþykja hafi myndast á milli Davíðs og Sigmunds. Maður greindi eitthvað svoleiðis. Þar til myndin af Bermúdaskálinni kom. Það spillti eitthvað fyrri. Ekki satt?“Ljósmyndir af Sigmundi Davíð hafa reynst grínaktugum myndvinnslumönnum á netinu náma.Sigmundur skotskífa á netinu Ekki er það bara svo að atvinnumennirnir beini spjótum sínum að Sigmundi Davíð eða hafi manninn í hávegum – eftir því hvernig á það er litið. Hann þykir alveg dæmalaust fínt skotmark þeirra sem vilja vera fyndnir á netinu. Eins og dæmin sýna og sanna. Og það eru þá ýmsar tegundir af skopi sem getur að líta á netinu, og Vísir fór í að greina gróflega svona það helsta sem einkennir þær myndir af Sigmundi Davíð sem hafa dúkkað upp á víðernum internetsins.Talbólugrín er ein tegund gríns sem virðist virka vel þegar Sigmundur Davíð er annars vegar. Hann myndast einhvern veginn þannig; svipbrigði hans bjóða uppá vangaveltur um hvað það er sem hann er að hugsa. Þá þykir Sigmundur Davíð ákjósanlegt fórnarlamb þegar tvífaragrínið er annars vegar. Tvífarar vikunnar var fastur liður í vikublaðinu Pressan sem gefin var út fyrir um tuttugu árum. Þetta hefur gengið í endurnýjun lífdaga með internetinu og nú er svo komið að Sigmundur virðist líkjast furðu mörgum, furðu mörgu og ótrúlegustu fyrirbærum í raun.Photoshop-grín hefur lengi lifað góðu lífi á internetinu og Sigmundur Davíð hefur ekki farið varhluta af því. Myndvinnsluforritið býður uppá það að hægt er að breyta myndum og setja andlit manna inn á hinar og þessar myndir. ...Til að ná betur utan um efnið væri vel þegið ef lesendur deildu með okkur velheppnuðum skopmyndum af Sigmundi Davíð sem finna má á netinu. Það má gera í gegnum Twitter með því að merkja færsluna #simmiskotskifa#simmiskotskifa Tweets Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er umdeildur maður og það er ekki beinlínis eins og hann njóti þess. Hann ber sig aumlega og finnst sem þjóðin skilji sig ekki. Sigmundi Davíð finnst hann ekki njóta sannmælis og honum finnst ómaklega að sér vegið. Sá hefur verið gegnumgangandi rauður þráður í tali hans allt frá því hann settist í stól forsætisráðherra – eða frá því hann ritaði fræga grein um loftárásir fjölmiðla á sig og ríkisstjórn sína. En, þrátt fyrir umkvartanir Sigmundar Davíðs lætur fólk sér ekki segjast, engin miskunn hjá Magnúsi og fáir hafa verið eins vinsælt umfjöllunarefni skopteiknara og þeirra sem vilja vera fyndnir á netinu en einmitt Sigmundur Davíð. Leiðtogar eru stöðu sinnar samkvæmt efniviður í skop, en fáir ef nokkrir komast með tærnar þar sem Sigmundur Davíð hefur hælana. Hvað er það sem gerir Sigmund Davíð að þessu ákjósanlega skotmarki umfram aðra sem gegnt hafa þessari stöðu? Vísir ræddi við tvo fremstu skopteiknara landsins til að reyna að komast til botns í þessari því: Er grínurum illa við forsætisráðherra eða þykir þeim jafnvel vænt um hann?Halldór hefur teiknað hátt í 300 myndir af Sigmundi Davíð, en Gunnar segist varla vita hvernig maðurinn lítur út.Fyrirmyndirnar fara að líkjast teikningunum Teiknarar Fréttablaðsins, Halldór Baldursson og Gunnar Karlsson, eru bestu skopteiknarar landsins. Halldór segir fínt að teikna Sigmund Davíð. „Eins og alla sem maður búinn að þúsund sinnum. Leyfi mér samt ákveðnar vitleysur í útfærslu minni á honum. Hann ætti til dæmis að vera með hærra enni en ég teikna hann með. Mér finnst hann fyndnari svona og meira í karakter. Það trompar allt annað. Finnst reyndar fyrirmyndirnar smám saman byrja að líkjast teikningunum mínum en ekki öfugt. Smá galið auðvitað.“ En, Gunnar sér þetta öðrum augum: „Mér hefur aldrei þótt auðvelt að teikna Sigmund Davíð og veit eiginlega ekki almennilega hvernig hann lítur út.“ Halldór giskar á að hann hafi teiknað svona á milli 250 til 300 myndir af Sigmundi Davíð en Gunnar hefur ekki tölu. „Allavega fleiri en ég hefði viljað. Líklega þó svipað margar og Jóhanna og Steingrímur fengu af sér á sínum tíma.“Teiknararnir minnast þess ekki að viðfangsefni þeirra hafi kunnað þeim þakkir fyrir að rata í myndirnar.Óbeit og/eða dálæti Nú er það þannig að skopmyndateiknarar hafa á stundum dálæti á viðfangsefnum sínum fremur en að þeir séu að pönkast á viðkomandi, og má í því sambandi nefna Sigmund, hinn heitna teiknara Morgunblaðsins og Davíð Oddsson, sem svo beitti sér fyrir því að ríkið keypti teikningar hans af sjálfum sér og öðrum. Hugmyndir skopteiknara um viðfangsefni sín eru líkast til með ýmsu móti, en getur verið að menn sumir hverjir séu að fá útrás fyrir óbeit sína á manninum, með meinfýsnum teikningum? Gunnar segir það yfirleitt þannig að fyrirmyndirnar gera eitthvað eða segja eitthvað sem gerir það að verkum að þær lenda í skopmyndum. „Ég reyni að teikna það sem hefur verið efst á baugi hverja viku en einstaka sinnum teikna ég einhverja ákveðna persónu af því að mig langar til.“ Halldór er ekki viss um að Sigmundur rati oftar í sínar myndir en Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, forverar Sigmundar í forsætisráðuneytinu, svo dæmi séu nefnd – en þarna hangir reyndar sitthvað á spýtunni. Sigmundur Davíð nýtur nefnilega sérstöðu: „Þetta þarf að rannsaka. Verð samt að segja að ég þarf reglulega að fara í SDG bindindi. Hann freistar mín um of. Einu sinni náði ég heilli viku án SDG. Það var mögnuð tilfinning. Held ég hafi upplifað svipaða tilfinningu og fólk sem er búið að hreinsa sig af fíkn. Fannst ég tær og góð manneskja. En það hélt ekki lengi. Maður dettur alltaf aftur í í SDG. Maðurinn er gangandi skotskífa.“Menn telja sig greina talsverða væntumþykju milli Sigmund og Davíðs Oddssonar, sem svo beitti sér fyrir því að ríkið keypti Mogga-teikningarnar.Vilja ekki kannast við að vera í nöp við manninn Teiknararnir vilja sem sagt ekki kannast við að leggja fæð á Sigmund Davíð. „Mér getur ómögulega verið illa við mann sem bíður upp á svona mörg tækifæri til að láta skopast með sig,“ segir Halldór. „Annars forðast ég að kynnast fórnarlömbum mínum. Þetta reynist yfirleitt alltof vænt fólk í návígi. Hef þó lúmskan og grun um að Sigmundi Davíð sé ekkert gefið um myndirnar sem ég teikna af honum og sé ekki að skrapa saman fyrir safni utan um myndirnar mínar. Óstaðfestar heimildir og jafnvel rúmlega það.“ Gunnar bætir því við að skopteiknarar séu eiginlega hirðfífl samtímans. „Enginn veit hvort þeir þjóna kónginum eða almúganum, ég hef í það minnsta ekki hugmynd. Ég get vel skilið að stjórnmálamanni sem lendir í því að fá á sig skopmynd endalaust gæti fundist hann vera lagður í einelti, en slíkar myndir eru þó aldrei hugsaðar sem persónuleg árás á viðkomandi. Formenn flokkana lenda oftar í skopmyndum enda eru þeir tákngervingar sinna flokka.“Man ekki eftir þakklátum stjórnmálamanni Það eru nefnilega til kenningar þess efnis að skop af valdhöfum sé til þess fallið að styrkja þá í sessi: Að fólk fái með því útrás fyrir gremju í garð þeirra – og láti þar við sitja. Og fari jafnvel að láta sér þykja vænt um viðkomandi; þeir verða mannlegir og svo blandast saman við þetta einhvers konar vorkunn? Reyndar er það svo að ekki verður þess vart, til að mynda í skoðanakönnunum, að spaugið sé til að auka vinsældirnar þegar Sigmundur Davíð á í hlut. Hann fékk meira að segja á baukinn nýverið á Eyjunni, miðli sem hingað til hefur verið talinn fremur hliðhollur forsætisráðherra og hans fólki – falleinkunn í netkönnun miðilsins. Halldór hefur heyrt þessari kenningu fleygt áður. „Einhver kallaði mig hluta af valdaelítunni og ég eiginlega fílaði það. Var alltaf hálf utangarðs í skóla, vinnustöðum og þessháttar. Passa ekki í nefndir og ráð. Ég man varla eftir þakklátum stjórnmálamanni vegna mynda minna. Nema kannski minni spámönnum, sem þykir heiður af því að lenda á mynd. Einu sinni sá ég Jóhönnu Sig í bakaríi sama dag og frekar hörð teikning af henni birtist. Þá langaði mig að faðma hana og segja henni hvað mér þætti samt vænt um hana. En hún var bara eitthvað spá í rúnstykki og virtist alveg alveg sama um þetta allt. Ég myndi samt segja að svona væntumþykja hafi myndast á milli Davíðs og Sigmunds. Maður greindi eitthvað svoleiðis. Þar til myndin af Bermúdaskálinni kom. Það spillti eitthvað fyrri. Ekki satt?“Ljósmyndir af Sigmundi Davíð hafa reynst grínaktugum myndvinnslumönnum á netinu náma.Sigmundur skotskífa á netinu Ekki er það bara svo að atvinnumennirnir beini spjótum sínum að Sigmundi Davíð eða hafi manninn í hávegum – eftir því hvernig á það er litið. Hann þykir alveg dæmalaust fínt skotmark þeirra sem vilja vera fyndnir á netinu. Eins og dæmin sýna og sanna. Og það eru þá ýmsar tegundir af skopi sem getur að líta á netinu, og Vísir fór í að greina gróflega svona það helsta sem einkennir þær myndir af Sigmundi Davíð sem hafa dúkkað upp á víðernum internetsins.Talbólugrín er ein tegund gríns sem virðist virka vel þegar Sigmundur Davíð er annars vegar. Hann myndast einhvern veginn þannig; svipbrigði hans bjóða uppá vangaveltur um hvað það er sem hann er að hugsa. Þá þykir Sigmundur Davíð ákjósanlegt fórnarlamb þegar tvífaragrínið er annars vegar. Tvífarar vikunnar var fastur liður í vikublaðinu Pressan sem gefin var út fyrir um tuttugu árum. Þetta hefur gengið í endurnýjun lífdaga með internetinu og nú er svo komið að Sigmundur virðist líkjast furðu mörgum, furðu mörgu og ótrúlegustu fyrirbærum í raun.Photoshop-grín hefur lengi lifað góðu lífi á internetinu og Sigmundur Davíð hefur ekki farið varhluta af því. Myndvinnsluforritið býður uppá það að hægt er að breyta myndum og setja andlit manna inn á hinar og þessar myndir. ...Til að ná betur utan um efnið væri vel þegið ef lesendur deildu með okkur velheppnuðum skopmyndum af Sigmundi Davíð sem finna má á netinu. Það má gera í gegnum Twitter með því að merkja færsluna #simmiskotskifa#simmiskotskifa Tweets
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira