Ekki verður bókvitið í askana látið – eða hvað? Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar