Stelpugrín er reyndar fyndið Guðrún Ansnes skrifar 27. maí 2015 13:00 Stöllurnar bregða sér í allra kvikinda líki í þáttunum og hér sjást þær í gervum bandarískra ferðamanna. „Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum. Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum.
Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein