Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson vann níunda atvinnumannabardaga sinn í röð í Sundsvall í kvöld gegn Bosníumanninum Jasmin Hasic en bardaginn vannst á dómaraúrskurði.
Kolbeinn greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld en hann hefur unnið alla bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Var hann búinn að vinna síðustu fjóra bardaga með rothöggi fyrir bardagann í dag.
Kolbeinn náði andstæðingnum tvisvar í gólfið í bardaganum samkvæmt því sem hann segir á Twitter en allir dómararnir voru sammála í valinu á sigurvegara bardagans.
Þrátt fyrir það segist Kolbeinn ekki vera nægilega ánægður með frammistöðuna í kvöld en taki sigrinum fagnandi.
Sport