Óvænt töpuð stig hjá Bayern | Augsburg varð af mikilvægum stigum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 15:45 Thiago hleypir af í jöfnunarmarkinu. Vísir/getty Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen
Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira