Innlent

Kæra borgina fyrir að fara ekki með LED-væðingu í útboð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
LED-væðingin felur það í sér að lömpum er skipt út til að minnka viðhald og fá betri ljósastýringu.
LED-væðingin felur það í sér að lömpum er skipt út til að minnka viðhald og fá betri ljósastýringu. Vísir/Vilhelm

Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært samninga Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar (ON) um rekstur, viðhald og LED-væðingu götulýsingar í borginni til kærunefndar útboðsmála.

Telja samtökin að viðskipti borgarinnar við ON séu útboðsskyld. Er þess krafist að samningurinn verði lýstur óvirkur og borginni gert skylt að bjóða innkaupin út.

Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. LED-væðing Reykjavíkurborgar hófst árið 2017 og er heildarkostnaður verksins áætlaður 3,6 milljarðar króna, þar af um 300 milljónir á þessu ári.

LED-væðingin felur það í sér að lömpum er skipt út til að minnka viðhald og fá betri ljósastýringu. Er gert ráð fyrir því að hver lampi borgi sig upp á sex til sjö árum en raforkan er keypt af ON.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé óásættanlegt að fyrirtæki í eigu sveitarfélaga fái verkefni af þessu tagi og það án útboðs.

Hluti kærunnar snýr að því hvort ON falli undir undanþágu um útboðsreglur en hún heimilar hinu opinbera að sinna verkefnum innanhúss. Er það mat borgarlögmanns að það eigi við um ON.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×