Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 08:30 Sigurgeir Guðlaugsson formaður Stjörnunnar en honum bíður verkefni að sameina Stjörnuna á ný. vísir/s2s Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira