Grindavík hefur samið við spænska framherjann Óscar Manuel Conde Cruz.
Hann er 26 ára og lék með Gimnástica Torrelavega í C-deildinni á Spáni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sex mörk í 34 leikjum.
Grindavík hefur aðeins skorað sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni, fæst allra liða. Í síðustu fimm deildarleikjum hafa Grindvíkingar bara skorað eitt mark. Í gær gerði Grindavík markalaust jafntefli við FH.
Hollenski framherjinn Patrick N'Koyi er farinn frá Grindavík sem og miðjumaðurinn René Joensen. Þá fer Jón Ingason í nám til Bandaríkjanna á næstunni.
Grindavík er í 10. sæti deildarinnar með ellefu stig, þremur stigum frá fallsæti. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Stjörnumönnum á föstudaginn.

