„Breytti ýmsu þrátt fyrir mikið mótlæti frá ákveðnum hópi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sæmir Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ og fyrrverandi formann KKÍ, gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands vorið 2006. Mynd/KKÍ Ísland eignaðist forseta Körfuknattleiksambands Evrópu á þessum degi fyrir tíu árum síðan. Ólafur Rafnsson var þá kosinn forseti FIBA Europe. Ólafur Rafnsson gegndi því starfi þar til að hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013 þar sem hann sótti und í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hannes S. Jónsson tók við af Ólafi á sínum tíma sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands og hafði áður verið varaformaður í fimm ár. Hannes minntist í þessa merku tímamóta þegar Ólafur Rafnsson var kosinn forseti FIBA Europe. „Þetta var mikil rússibanareið og lærdómsrík kosningabarátta sem við tókum þátt í. Á sínum stutta tíma í embætti fékk hann ýmsu breytt þrátt fyrir mikið mótlæti frá ákveðnum hópi,“ skrifaði Hannes á fésbókarsíðu sína. Hannes er meðal annars að vísa til þess að Ólafur kom meðal annars í gegn breytingum á undankeppni Evrópumótsins sem áttu seinna eftir að gefa Íslandi tækifærið að komast inn á Eurobasket í fyrsta sinn. „Minning um einstakan og góðan vin lifir, hans góðu verk fyrir körfuboltann og íþróttir lifa áfram um ókomin ár,“ skrifaði Hannes. Ólafur Rafnsson var nýorðinn fimmtugur þegar hann lést. Hann hafði þá verið forseti Íþróttasambands Íslands frá árinu 2006 og forseti FIBA Europe í þrjú ár. Ólafur var formaður KKÍ frá 1996 til 2006. Ólafur var sjálfur öflugur körfuboltamaður og varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liði sínu Haukum. Hann náði því líka að vinna efstu þrjár deildirnar með Haukum, úrvalsdeildina 1988, 1. deildina 1983 og 2. deildina 1981. Körfubolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Ísland eignaðist forseta Körfuknattleiksambands Evrópu á þessum degi fyrir tíu árum síðan. Ólafur Rafnsson var þá kosinn forseti FIBA Europe. Ólafur Rafnsson gegndi því starfi þar til að hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013 þar sem hann sótti und í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hannes S. Jónsson tók við af Ólafi á sínum tíma sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands og hafði áður verið varaformaður í fimm ár. Hannes minntist í þessa merku tímamóta þegar Ólafur Rafnsson var kosinn forseti FIBA Europe. „Þetta var mikil rússibanareið og lærdómsrík kosningabarátta sem við tókum þátt í. Á sínum stutta tíma í embætti fékk hann ýmsu breytt þrátt fyrir mikið mótlæti frá ákveðnum hópi,“ skrifaði Hannes á fésbókarsíðu sína. Hannes er meðal annars að vísa til þess að Ólafur kom meðal annars í gegn breytingum á undankeppni Evrópumótsins sem áttu seinna eftir að gefa Íslandi tækifærið að komast inn á Eurobasket í fyrsta sinn. „Minning um einstakan og góðan vin lifir, hans góðu verk fyrir körfuboltann og íþróttir lifa áfram um ókomin ár,“ skrifaði Hannes. Ólafur Rafnsson var nýorðinn fimmtugur þegar hann lést. Hann hafði þá verið forseti Íþróttasambands Íslands frá árinu 2006 og forseti FIBA Europe í þrjú ár. Ólafur var formaður KKÍ frá 1996 til 2006. Ólafur var sjálfur öflugur körfuboltamaður og varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liði sínu Haukum. Hann náði því líka að vinna efstu þrjár deildirnar með Haukum, úrvalsdeildina 1988, 1. deildina 1983 og 2. deildina 1981.
Körfubolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira