Körfubolti

Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade

Chris Bosh skiraði 35 stig fyrir Miami gegn Cleveland.
Chris Bosh skiraði 35 stig fyrir Miami gegn Cleveland. AP
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með. Sóknarleikur Orlando fór í gang á ný eftir ömurlegt gengi gegn Boston í fyrrakvöld þar sem liðið skoraði aðeins 56 stig í 31 stiga tapi gegn Boston. Orlando lagði Indiana 102-83 á útivelli en þetta er fyrsti tapleikur Indiana á tímabilinu. New York Knicks vann stórsigur á útivell gegn Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan. New York skoraði 111 stig gegn 78 stigum heimamanna. Tyson Chandler skoraði 20 stig og tók 17 fráköst fyrir New York. Kemba Walker skoraði 22 stig fyrir heimamenn. Úrslit: Charlotte – New York 78-111 indiana – Orlando 83-102 Miami – Cleveland 92-85 Phoenix – Toronto 96-99 Portland – Memphis 97-84
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×