Heims- og Evrópumeistarar Frakka fara illa af stað á HM 2019 í handbolta kvenna.
Í gær tapaði Frakkland fyrir Suður-Kóreu, 27-29, og í dag gerði franska liðið jafntefli við það brasilíska, 19-19. Frakkar eru því aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í B-riðli.
Í sama riðli gerðu Danmörk og Suður-Kóreu jafntefli, 26-26, og Þýskaland rústaði Ástralíu, 34-8.
Spánn og Svartfjallaland eru með fullt hús stiga í C-riðli.
Í dag unnu Spánverjar Ungverja, 29-25, og Svartfellingar unnu Kasaka, 30-21. Þá vann Rúmeníu fimm marka sigur á Senegal, 29-24.
Heimsmeistararnir byrja illa
Tengdar fréttir
Stelpurnar hans Þóris unnu 31 marks sigur
Noregur fer vel af stað á HM í Japan.