Stutt er í að tónleikar poppstjörnunnar Justin Bieber hefjist í Kórnum í Kópavogi. Vel á annað tug þúsunda manns munu vera á tónleikunum sem beðið hefur verið mikilli eftirvæntingu.
Fyrstu gestirnir fóru að streyma á svæðið snemma í morgun en hleypt var inn á tónleikasvæðið um klukkan fjögur í dag. Síðan þá hafa aðdáendur ýmist komið sér fyrir inn í salnum eða fyrir utan á meðan beðið er eftir að herlegheitin hefjist.
Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er á svæðinu og tók þessar myndir sem má hér að neðan.
Bullandi stemmning og eftirvænting eftir Bieber - Myndir

Tengdar fréttir

Sjáðu sviðið og farðu baksviðs hjá Bieber - Myndband
Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær.

Drónamyndband af þvögunni við Kórinn
Þúsundir Íslendinga stóðu í röð við Kórinn í Kópavogi.

Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“
Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur.