UFC 202 með Conor McGregor og Nate Diaz í aðalhlutverki sló metið yfir flestar seldar áskriftir, Pay Per View, hjá UFC.
1,65 milljónir manns keyptu áskrift að kvöldinu samkvæmt fyrstu tölum sem toppar UFC 196 þar sem 1,60 milljónir keyptu áskrift. Á því kvöldi börðust McGregor og Diaz í fyrra skiptið.
Þessar tölur koma kannski einhverjum á óvart í ljósi þess að það þurfti að lækka miðaverðið á kvöldið nokkrum dögum fyrir viðburðinn. UFC ætlaði að græða of mikið og fólk tók ekki þátt í því.
Conor og Diaz náðu að skapa mikla spennu og umtal fyrir bardagann á eftirminnilegum blaðamannafundi þar sem Diaz gekk út og þeir köstuðu síðan flöskum og dósum í hvorn annan.
Bardaginn stóð svo undir öllum væntingum. Fimm lotu stríð þar sem Conor hafði betur.
Vinsælasta bardagakvöld í sögu UFC
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn