Erlent

Tusk þrýstir á May vegna Brexit

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May og Donald Tusk.
Theresa May og Donald Tusk. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur þrýst á bresk stjórnvöld að hefja úrsagnarferli ríkisins úr ESB eins fljótt og auðið er.

Tusk og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, funduðu í London í morgun.

Tusk sagði það vera skoðun hinna aðildarríkjanna 27 að nauðsynlegt væri að binda enda á óvissuna sem fylgir væntanlegri úrsögn Bretlands úr sambandinu. „Til að einfalda hlutina: Þið eigið leik,“ sagði Tusk og vísar þar til þess að bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein sáttmála sambandsins til að hefja úrsagnarferlið.

Tusk sagðist gera sér grein fyrir því að þetta væri ekki auðvelt en að hann vonaðist til að Bretar hefði ferlið sem fyrst.

Tusk sagði frá því á Twitter í morgun að markmiðið væri að koma á sem nánustu sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.

May hefur áður sagt að ekki standi til að virkja 50. greinina fyrr en á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×