Innlent

Með sverð á heimilinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn játaði brot sín.
Maðurinn játaði brot sín. vísir/hari
Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum, vopnalögum og lyfjalögum. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.

Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa haft í sínum vörslum amfetamín, marijúana og anabólíska stera. Þá geymdi hann mikið magn skotfæra í ólæstum hirslum á heimili sínu. Að auki hafði hann undir höndum sverð, tvo fjaðurhnífa og úðavopn. Brotin áttu sér stað í júlí á síðasta ári.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Með hliðsjón af því þótti unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá voru áðurnefnd lyf, vopn og fíkniefni gerð upptæk.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×