Kanye West opnaði New York Fashion Week með klaufalegri sýningu Ritstjórn skrifar 8. september 2016 09:30 Fyrirsæturnar á sýningunni áttu erfitt með að vinna í hitanum í New York. Myndir/Getty Fjórða tískusýning Kanye West, eða Yeezy Season 4, fór ekki fram áfallalaust í gær í New York. Þrátt fyrir að sýningin í heildina litið hafi verið flott og vel uppsett þá var sumt sem fór úrskeiðis og hefur rapparinn líklegast ekki verið sáttur við það. Lætin byrjuðu í seinustu viku þegar Kanye auglýsti eftir fyrirsætum fyrir sýningu en einungis þær sem eru "multi-racial" máttu sækja um. Mörgum þótti þessi skilyrði einkennileg þar sem hann væri að mismuna fyrirsætum eftir húðlitnum á þeim. Svo er einnig gott að taka fram að sýningin byrjaði tveimur tímum of seint sem hefur örugglega fallið illa í kramið hjá áhorfendum. Svo þegar sýningin byrjaði áttu nokkrar fyrirsætur erfitt með að ganga í skónum í nýjustu línunni. Ein tók til þess ráðs að fara úr skónum á miðjum sýningarpallinum. Það sýnir aðeins það að skórnir eru líklega mjög óþæginlegir til þess að ganga í og því ekki góð auglýsing. Til þess að kóróna sýningu þá leið yfir eina fyrirsætuna vegna hita og nokkrar þurftu að setjast á grasið. Það var ekki fyrr en áhorfandi kom með vatnsflösku til þeirra að þær gátu komið sér aftur á lappir en enginn úr sýningarteyminu kom þeim til hjálpar. Kannski ekki hin fullkomna sýning hjá Kanye West en það er ýmislegt sem hann getur lært af þessari reynslu. Kendall Jenner, Kim Kardashian, Carine Roitfeld og Pharrell Williams áttu öruggt sæti á fremsta bekk.Anna Wintour lét sig ekki vanta. Get the scoop on everything to know about #KanyeWest's #YeezySeason4 show today (link in profile). A photo posted by Harper's BAZAAR (@harpersbazaarus) on Sep 7, 2016 at 1:50pm PDT @sofiaRichie made her #NYFW debut at #YeezySeason4—get all the info on #KanyeWest's latest design feat on BAZAAR.com (link in bio). A photo posted by Harper's BAZAAR (@harpersbazaarus) on Sep 7, 2016 at 2:56pm PDT Yeezy Season 4 A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 7, 2016 at 3:27pm PDT Lots of shoes breaking today at #YEEZYSEASON4 - But the clothes look good! A video posted by Zach Weiss (@zacharyweiss) on Sep 7, 2016 at 1:51pm PDT Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Vetrarúlpan í ár? Glamour
Fjórða tískusýning Kanye West, eða Yeezy Season 4, fór ekki fram áfallalaust í gær í New York. Þrátt fyrir að sýningin í heildina litið hafi verið flott og vel uppsett þá var sumt sem fór úrskeiðis og hefur rapparinn líklegast ekki verið sáttur við það. Lætin byrjuðu í seinustu viku þegar Kanye auglýsti eftir fyrirsætum fyrir sýningu en einungis þær sem eru "multi-racial" máttu sækja um. Mörgum þótti þessi skilyrði einkennileg þar sem hann væri að mismuna fyrirsætum eftir húðlitnum á þeim. Svo er einnig gott að taka fram að sýningin byrjaði tveimur tímum of seint sem hefur örugglega fallið illa í kramið hjá áhorfendum. Svo þegar sýningin byrjaði áttu nokkrar fyrirsætur erfitt með að ganga í skónum í nýjustu línunni. Ein tók til þess ráðs að fara úr skónum á miðjum sýningarpallinum. Það sýnir aðeins það að skórnir eru líklega mjög óþæginlegir til þess að ganga í og því ekki góð auglýsing. Til þess að kóróna sýningu þá leið yfir eina fyrirsætuna vegna hita og nokkrar þurftu að setjast á grasið. Það var ekki fyrr en áhorfandi kom með vatnsflösku til þeirra að þær gátu komið sér aftur á lappir en enginn úr sýningarteyminu kom þeim til hjálpar. Kannski ekki hin fullkomna sýning hjá Kanye West en það er ýmislegt sem hann getur lært af þessari reynslu. Kendall Jenner, Kim Kardashian, Carine Roitfeld og Pharrell Williams áttu öruggt sæti á fremsta bekk.Anna Wintour lét sig ekki vanta. Get the scoop on everything to know about #KanyeWest's #YeezySeason4 show today (link in profile). A photo posted by Harper's BAZAAR (@harpersbazaarus) on Sep 7, 2016 at 1:50pm PDT @sofiaRichie made her #NYFW debut at #YeezySeason4—get all the info on #KanyeWest's latest design feat on BAZAAR.com (link in bio). A photo posted by Harper's BAZAAR (@harpersbazaarus) on Sep 7, 2016 at 2:56pm PDT Yeezy Season 4 A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 7, 2016 at 3:27pm PDT Lots of shoes breaking today at #YEEZYSEASON4 - But the clothes look good! A video posted by Zach Weiss (@zacharyweiss) on Sep 7, 2016 at 1:51pm PDT
Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Vetrarúlpan í ár? Glamour