Risavél Boeing hélt í sitt fyrsta flug Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 21:00 Frá Paine Field fyrr í kvöld. Getty Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira