Djúp lægð á Grænlandshafi veldur stormi í dag og fleiri lægðir í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 07:25 Víða verður skyggni takmarkða og akstursskilyrði erfið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Búast má við austanhvassviðri eða stormi á landinu í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en rigningu syðst. Orsök stormsins er djúp lægð á Grænlandshafi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seinni partinn lægir þó smám saman og rofar til, fyrst sunnan til á landinu. Gular hríðarviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Breiðafirði fram á kvöld og ferðalangar beðnir að kanna þær áður en lagt er af stað. Þar er búist við austan- og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði erfið, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Tvær smálægðir sækja svo að landinu á morgun og valda breytilegum vindáttum, þó líklega fremur hægum. Úrkoma verður varla mikil en kólnar smám saman. „Fleiri lægðir koma við sögu í næstu viku, en fara líklega flestar austur fyrir land, þ.a. norðanáttir verða tíðari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir upplýsingum um færð vega víða á landinu en vetrarfærð er nær alls staðar og nokkuð hvasst. Mikill vindur er á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, þæfingsfærð á Svínadal en ófært um Bröttubrekku. Mjög hvasst er núna á Vestfjörðum en þæfingsfærð er einnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði. Ófært er um Hófaskarð og hálsa. Þá er veginum um Fróðárheiði lokað vegna veðurs. Töluvert hvasst er austan Hafnar og þæfingsfærð á Biskupstungnabraut og um Reynisfjall. Upplýsingar um færð vega má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Búast má við austanhvassviðri eða stormi á landinu í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en rigningu syðst. Orsök stormsins er djúp lægð á Grænlandshafi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seinni partinn lægir þó smám saman og rofar til, fyrst sunnan til á landinu. Gular hríðarviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Breiðafirði fram á kvöld og ferðalangar beðnir að kanna þær áður en lagt er af stað. Þar er búist við austan- og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði erfið, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Tvær smálægðir sækja svo að landinu á morgun og valda breytilegum vindáttum, þó líklega fremur hægum. Úrkoma verður varla mikil en kólnar smám saman. „Fleiri lægðir koma við sögu í næstu viku, en fara líklega flestar austur fyrir land, þ.a. norðanáttir verða tíðari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir upplýsingum um færð vega víða á landinu en vetrarfærð er nær alls staðar og nokkuð hvasst. Mikill vindur er á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, þæfingsfærð á Svínadal en ófært um Bröttubrekku. Mjög hvasst er núna á Vestfjörðum en þæfingsfærð er einnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði. Ófært er um Hófaskarð og hálsa. Þá er veginum um Fróðárheiði lokað vegna veðurs. Töluvert hvasst er austan Hafnar og þæfingsfærð á Biskupstungnabraut og um Reynisfjall. Upplýsingar um færð vega má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira