WHO segir faraldurinn ekki hafa náð hámarki Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 16:35 Sjóliðar hlúa að sýktum einstakling um borð í sjúkraskipinu USNS Mercy, sem liggur við bryggju í Los Angeles í Bandaríkjunum. AP/ERwin Jacob Miciano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn. Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun. Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur. As the world approaches 2 million #COVID19 cases, @WHO is updating its global response strategy to support countries to save lives & stop the #coronavirus. The updated strategy summarizes what we ve learned & charts the way forward, incl criteria for lifting current restrictions. pic.twitter.com/uxhxJIbg0S— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 14, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15 Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn. Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun. Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur. As the world approaches 2 million #COVID19 cases, @WHO is updating its global response strategy to support countries to save lives & stop the #coronavirus. The updated strategy summarizes what we ve learned & charts the way forward, incl criteria for lifting current restrictions. pic.twitter.com/uxhxJIbg0S— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 14, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15 Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15
Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01
Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09