Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 13:41 Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og skíðakona, og Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja. Guðmundur Jakobsson/Aðsend Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32
Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32
Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21