Á að Bakka við Húsavík? 27. febrúar 2008 05:45 Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun