Á að Bakka við Húsavík? 27. febrúar 2008 05:45 Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar