Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2020 18:01 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41