Fótbolti

Kane breytir Man. United í lið sem myndi berjast um titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane fagnar hér einu af sex mörkum sínum á HM 2018.
Harry Kane fagnar hér einu af sex mörkum sínum á HM 2018. Vísir/Getty

Alan McInally, sparkspekingur og fyrrum leikmaður m.a. Bayern Munchen, segir að Harry Kane gæti hjálpað liði Manchester United ansi mikið. Hann gæti létt álaginu á Marcus Rashford og hjálpað liðinu í baráttunni á toppnum.

Kane hefur verið reglulega orðaður burt frá Tottenham að undanförnu og Man. United hefur verið sterklega nefnt til sögunnar þrátt fyrir að Tottenham hafi sagt að þeir vilji ekki selja hann innan Englands.

Rashford hefur skorað 19 mörk í 31 leikjum á tímabilinu áður en hann meiddist í janúar en að mati McInally er of mikil pressa lögð á þennan 22 ára framherja á Old Trafford.

„Harry Kane myndi koma með mikið inn í Manchester United og ákveðna eiginlega sem United hefur ekki haft. Marcus Rashford er frábær og hann hefur borið einn stærsta fótboltalið heims en hann er of ungur í það. Hann hefur ekki fengið neina hjálp,“ sagði spekingurinn.

„Fáiði Harry Kane og það er allt önnur dínamík í liðinu. Hann myndi skjóta þeim upp í topp fjóra og lið sem gæti barist um efstu tvö sætin. Ef þeir fá miðjumann og Harry Kane í liðið þá myndi bilið minnka upp í efstu tvö liðin sem hafa hlaupið í burtu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×