Jón H. Bergs, fyrrverandi forstjóri Sláturfélags Suðurlands til margra ára og formaður Vinnuveitendasambands Íslands, er látinn, 92 ára að aldri. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Eir þann 13. apríl síðastliðinn.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1952. Þá stundaði hann framhaldsnám við Columbia University School of Law í New York og öðlaðist svo réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1956.
Jón starfaði sem fulltrúi SS í Reykjavík á árunum 1951 til 1956 og var svo forstjóri fyrirtækisins 1957 til 1989. Þá sat hann í framkvæmdanefnd Vinnuveitendasambandi Íslands 1961 til 1978 og var formaður sambandsins á árunum 1971 til 1978. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1973.
Eiginkona Jóns var Gyða Bergs, en hún lést í nóvember 2017. Þau eignuðust þrjú börn – Lauru kennara og verkefnastjóra, Magnús Helga verkfræðing og Jón Gunnar framkvæmdastjóra. Laura lést árið 2010.
Barnabörn Jóns og Gyðu eru níu og barnabarnabörnin orðin alls sjö.