Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 08:56 Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995. Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995.
Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira