Eggjum kastað í Vegan-búðina: „Sorglega fyrirsjáanlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:56 Einn eggjabakki var tæmdur á glerið. Mynd/Aðsend Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast. Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast.
Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira