Innlent

Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki liggur fyrir hversu lengi þessar lokanir munu standa yfir.
Ekki liggur fyrir hversu lengi þessar lokanir munu standa yfir. Vísir/vilhelm

Velferðarsvið Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að loka starfstöðvum sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin var tekin með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar.

Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessar lokanir munu standa yfir.

Reykjavíkurborg tilkynnti þetta í gær og hyggst láta alla hluteigandi aðila vita um leið og hægt verður að hefja starfsemi að nýju. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin greindust. 

„Öll önnur þjónusta sviðsins er órofin sbr. öll heimaþjónusta, heimahjúkrun, stuðningsþjónusta, á hjúkrunarheimilum, í íbúðakjörnum og sambýlum sem og í gisti- og neyðarskýlum,“ segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

 

Eftirfarandi starfsstöðvum Reykjavíkurborgar verður lokað:

Félagsstarf velferðarsviðs:

   Árskógar

   Gerðuberg

   Sléttuvegur 11-13

   Dalbraut 18-20

   Dalbraut 21-27

   Hæðargarður 31

   Hvassaleiti 56-58

   Borgir, Spöngin 43

   Hraunbær 105

   Aflagrandi 40

   Bólstaðarhlíð

   Vitatorg, félagsstarf

   Félagsstarf í Lönguhlíð

   Norðurbrún

   Furugerði

Dagdvalir fyrir aldrað fólk:

   Þorrasel, Vesturgötu 7

   Vitatorg, Lindargötu 79

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk:

   Gylfaflöt

   Iðjuberg

   Völvufell 11 (Opus)

   Arnarbakka 2 (SmíRey)

Skammtímadvalir fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga:

   Skammtímadvöl Álfalandi 6

   Skammtímadvöl Árlandi 9

   Skammtímadvöl Eikjuvogi 9

   Skammtímadvöl Holtavegi 2

   Skammtímadvöl Hólabergi 86

   Vesturbrún 17


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×