Kom ekki annað til greina en að vera nítján ára í eitt ár í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:13 Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Aðsend Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46
Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39