Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira