Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 20:24 Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu, tilkynnti um niðurstöðu fjarfundar fjármálaráðherra G20-ríkjanna sem drógst á langinn í dag. Aðgerðirnar eiga að hjálpa fátækustu ríkjum heims að takast á við kórónuveiruheimsfaraldurinn. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38