Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 22:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess enn að fá að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM. VÍSIR/DANÍEL Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40