Innlent

Opna deild fyrir afeitrun barna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vinna við þróun deildarinnar hófst í fyrra og að henni kom þverfaglegur starfshópur fólks frá BUGL, Geðþjónustunni, barna- og kvennasviði, barnalæknar og hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítalanum.
Vinna við þróun deildarinnar hófst í fyrra og að henni kom þverfaglegur starfshópur fólks frá BUGL, Geðþjónustunni, barna- og kvennasviði, barnalæknar og hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítalanum. Vísir/Vilhelm

Landspítalinn mun opna nýja deild sem ætluð er börnum sem þurfa á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda. Deildin verður opnuð við Hringbraut í júní og verða þar tvö rými fyrir börn. Þetta er fyrsta slíka úrræðið fyrir börn yngri en 18 ára og aðstoðardeildarstjóri segir þörf á því.

Snærún Ösp Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri umræddrar deildar, segir

í samtali við Fréttablaðið að mikið hafi verið kallað eftir þessu. Það þurfi heilbrigðisstarfsfólk til að hlúa að börnum í afeitrun.

Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að nýja deildin verði á geðsviði Landspítalans og gert sé ráð fyrir að sjúklingar dvelji á deildinni í einn til þrjá sólarhringa. Deildin verður í húsnæði geðdeildarinnar við Hringbraut og er verið að breyta kaffistofum í sjúkrarými.

Vinna við þróun deildarinnar hófst í fyrra og að henni kom þverfaglegur starfshópur fólks frá BUGL, Geðþjónustunni, barna- og kvennasviði, barnalæknar og hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×