„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 09:30 Guðjón Pétur er einn öflugasti miðjumaður Pepsi Max-deildarinnar. vísir/vilhelm Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira