Rafn hefur sofið með límband fyrir munninum í þrjú ár til að losna við kæfisvefn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 13:32 Rafn er þjálfari og heilsuráðgjafi. Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann. Heilsa Svefn Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann.
Heilsa Svefn Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira