Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli á Grandaveg í Vesturbæ Reykjavíkur um tíuleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu stefndi í stórt útkall en dökkan reyk lagði upp úr þaki húss við götuna.
Slökkvilið náði fljótlega tökum á aðstæðum og er unnið að reykræstingu.