Handbolti

Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður milli jóla og nýárs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru líklegir til afreka í Meistaradeild Evrópu í handbolta.
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru líklegir til afreka í Meistaradeild Evrópu í handbolta. vísir/getty

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta verið færð til loka ársins. Venju samkvæmt verður hún haldin í Köln í Þýskalandi.

Undanúrslitaleikirnir fara fram 28. desember og úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið degi síðar.

Úrslitahelgin átti upphaflega að fara fram 30.-31. maí en var svo færð til 22.-23. ágúst vegna kórónuveirufaraldursins.

Nú hefur úrslitahelgin verið færð aftur. Bestu handboltamenn heims munu hafa nóg að gera á þessum tíma en HM í Egyptalandi hefst 14. janúar 2021.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær úrslitahelgi Meistaradeildar kvenna og EHF-bikars karla fara fram. Búið var að færa úrslitahelgar þeirra fram í september en viðbúið er að þeim verði frestað enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×