Lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 08:32 Skálholtsdómkirkja var vígð árið 1963. Þjóðkirkjan Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira