Innlent

Kórónu­veiru­smit orðin fimm­tíu talsins hér á landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjö smit hafa nú komið upp innanlands.
Sjö smit hafa nú komið upp innanlands. Vísir/Vilhelm

 Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis.

Tveir hinna smituðu eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Smit eru því orðin fimmtíu talsins og sjö þeirra eru innanlandssmit.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag og var þar sérstaklega brýnt að þær aðgerðir sem yrði farið af stað með myndu einblína á hópa sem eru viðkvæmir fyrir. Þá sérstaklega einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk. Ákveðnar reglur og leiðbeiningar hafa veirð gefnar út fyrir þá hópa sem aðgengilegar eru á heimasíðu landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×