Innlent

Veronavélin lent í Keflavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin í flughlaði við Keflavíkurflugvöll nú síðdegis.
Flugvélin í flughlaði við Keflavíkurflugvöll nú síðdegis. Vísir

Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Almannavarnir segja þó engan í hópnum sýna einkenni Covid-19.

Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki.

Sjá einnig: Enginn við­búnaður í Veróna vegna Ís­lendinga­hópsins

Alls hafa nú greinst 50 smit hér á landi og þar af hafa sjö smitast innlendis. Þau smit má þó rekja til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag og var þar sérstaklega brýnt að þær aðgerðir sem yrði farið af stað með myndu einblína á hópa sem eru viðkvæmir fyrir. Þá sérstaklega einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk. Ákveðnar reglur og leiðbeiningar hafa veirð gefnar út fyrir þá hópa sem aðgengilegar eru á heimasíðu landlæknis.


Tengdar fréttir

Landspítalinn lokaður fyrir gestum

Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×