Milljón einstaklingar nýttu sér barnaníðsefni síðunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. janúar 2020 23:30 Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“ Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira