Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. janúar 2020 06:42 Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. vísir/epa Bandaríkjamenn réðu einn valdamesta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Soleimani hafi verið drepinn að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en forsetinn birti mynd af bandarískum fána á Twitter-síðu sinni skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Hershöfðinginn Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. pic.twitter.com/VXeKiVzpTf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020 Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu, en hinn 62 ára Soleimani var af mörgum talinn annar valdamesti maður landsins á eftir Khamenei sjálfum. Heyrði Soleimani beint undir Khamenei. Olíuverð á heimsvísu hækkaði um fjögur prósent eftir að fregnirnar bárust og sömuleiðis bárust fréttir af miklum lækkunum í kauphöllum í Asíu vegna þeirrar óvissu sem nú er uppi. Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hefur beint því til allra bandarískra borgara sem eru í Írak að yfirgefa landið. Frá vettvangi árásarinnar í nótt.AP Litið á Soleimani sem þjóðhetju Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skildgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkamenn í apríl á síðasta ári. Sakar Bandaríkjastjórn Soleimani og Quds-sveitirnar um að bera ábyrgð á dauða hundruð bandarískra hermanna. Þá segir í yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins að Soleimani „ynni nú að þróun áætlana um árásir á bandaríska diplómata og hermanna í Írak og víðar í heimshlutanum.“ Þessi árás væri ætluð til að aftra Írönum frá frekari árásum. Talið er að Soleimani hafi fyrirskipað eða í það minnsta heimilað árásina á sendiráð Bandaríkjamanna í Bagdad í síðustu viku. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, sakar í tísti Bandaríkjamenn um hryðjuverk og segir hershöfðingjann Soleimani hafa verið ötullasta manninn í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Bandaríkjamenn beri auk þess alla ábyrgð á afleiðingum árásar sinnar. The US' act of international terrorism, targeting & assassinating General Soleimani—THE most effective force fighting Daesh (ISIS), Al Nusrah, Al Qaeda et al—is extremely dangerous & a foolish escalation. The US bears responsibility for all consequences of its rogue adventurism.— Javad Zarif (@JZarif) January 3, 2020 Í frétt BBC segir að Soleimani og fulltrúar uppreisnarhópa, sem njóta stuðnings Írana, hafi verið að yfirgefa flugvöllinn í tveimur bílum þegar ráðist var á þá á iðnaðarsvæði. Hershöfðinginn er sagður hafa þá komið frá Líbanon eða Sýrlandi. Nokkrum eldflaugum var skotið á bílalestina og eru fimm til viðbótar sagðir hafa látið lífið í árásinni. Í yfirlýsingu frá íranska byltingarverðinum segir að leiðtogi írakskra uppreisnarmanna, Abu Mahdi al-Muhandis, hafi einnig látið lífið í árásinni. Stýrt Quds-sveitunum í tuttugu ár Soleimani hafði stýrt Quds-sveitunum frá árinu 1998 Írönsk stjórnvöld hafa viðurkennt að Quds-sveitirnar hafi tekið virkan þátt í átökunum í Sýrlandi þar sem þær aðstoðuðu hópa trúir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og sáu þúsundum hermanna fyrir vopnum. Auk þess hafa Quds-sveitirnar stutt við bakið á sveitum í Írak sem hafa barist gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Qasem Soleimani.AP Fréttaskýrandi BBC segir að litið hafi verið á Soleimani sem heilann á bakvið metnaðarfullar áætlanir Írana í Miðausturlöndum og í raun verið utanríksráðherra landsins þegar kæmi að stríðsrekstri. Er talið að árás Bandaríkjamanna komi til með að marka þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Írana þar sem búist er við frekari stigmögnun í deilum ríkjanna. Fordæma árásina Rússar hafa fordæmt árásina og segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti landsins að „morðið á Soleimani“ sé „skeytingarlaust skref“ í þá átt að auka á spennu í öllum heimshlutanum. Adel Abdul Mahdi,, forsætisráðherra Íraks, hefur sömuleiðis fordæmt morðið á hershöfðingjanum Soleimani og Abu Mahdi al-Muhandis. Árásin bryti jafnframt í bága við skilyrðin um veru Bandaríkjahers í Írak og nauðsynlegt væri að írakska þingið kæmi saman vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Bandaríkjamenn réðu einn valdamesta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Soleimani hafi verið drepinn að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en forsetinn birti mynd af bandarískum fána á Twitter-síðu sinni skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Hershöfðinginn Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. pic.twitter.com/VXeKiVzpTf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020 Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu, en hinn 62 ára Soleimani var af mörgum talinn annar valdamesti maður landsins á eftir Khamenei sjálfum. Heyrði Soleimani beint undir Khamenei. Olíuverð á heimsvísu hækkaði um fjögur prósent eftir að fregnirnar bárust og sömuleiðis bárust fréttir af miklum lækkunum í kauphöllum í Asíu vegna þeirrar óvissu sem nú er uppi. Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hefur beint því til allra bandarískra borgara sem eru í Írak að yfirgefa landið. Frá vettvangi árásarinnar í nótt.AP Litið á Soleimani sem þjóðhetju Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skildgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkamenn í apríl á síðasta ári. Sakar Bandaríkjastjórn Soleimani og Quds-sveitirnar um að bera ábyrgð á dauða hundruð bandarískra hermanna. Þá segir í yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins að Soleimani „ynni nú að þróun áætlana um árásir á bandaríska diplómata og hermanna í Írak og víðar í heimshlutanum.“ Þessi árás væri ætluð til að aftra Írönum frá frekari árásum. Talið er að Soleimani hafi fyrirskipað eða í það minnsta heimilað árásina á sendiráð Bandaríkjamanna í Bagdad í síðustu viku. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, sakar í tísti Bandaríkjamenn um hryðjuverk og segir hershöfðingjann Soleimani hafa verið ötullasta manninn í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Bandaríkjamenn beri auk þess alla ábyrgð á afleiðingum árásar sinnar. The US' act of international terrorism, targeting & assassinating General Soleimani—THE most effective force fighting Daesh (ISIS), Al Nusrah, Al Qaeda et al—is extremely dangerous & a foolish escalation. The US bears responsibility for all consequences of its rogue adventurism.— Javad Zarif (@JZarif) January 3, 2020 Í frétt BBC segir að Soleimani og fulltrúar uppreisnarhópa, sem njóta stuðnings Írana, hafi verið að yfirgefa flugvöllinn í tveimur bílum þegar ráðist var á þá á iðnaðarsvæði. Hershöfðinginn er sagður hafa þá komið frá Líbanon eða Sýrlandi. Nokkrum eldflaugum var skotið á bílalestina og eru fimm til viðbótar sagðir hafa látið lífið í árásinni. Í yfirlýsingu frá íranska byltingarverðinum segir að leiðtogi írakskra uppreisnarmanna, Abu Mahdi al-Muhandis, hafi einnig látið lífið í árásinni. Stýrt Quds-sveitunum í tuttugu ár Soleimani hafði stýrt Quds-sveitunum frá árinu 1998 Írönsk stjórnvöld hafa viðurkennt að Quds-sveitirnar hafi tekið virkan þátt í átökunum í Sýrlandi þar sem þær aðstoðuðu hópa trúir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og sáu þúsundum hermanna fyrir vopnum. Auk þess hafa Quds-sveitirnar stutt við bakið á sveitum í Írak sem hafa barist gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Qasem Soleimani.AP Fréttaskýrandi BBC segir að litið hafi verið á Soleimani sem heilann á bakvið metnaðarfullar áætlanir Írana í Miðausturlöndum og í raun verið utanríksráðherra landsins þegar kæmi að stríðsrekstri. Er talið að árás Bandaríkjamanna komi til með að marka þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Írana þar sem búist er við frekari stigmögnun í deilum ríkjanna. Fordæma árásina Rússar hafa fordæmt árásina og segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti landsins að „morðið á Soleimani“ sé „skeytingarlaust skref“ í þá átt að auka á spennu í öllum heimshlutanum. Adel Abdul Mahdi,, forsætisráðherra Íraks, hefur sömuleiðis fordæmt morðið á hershöfðingjanum Soleimani og Abu Mahdi al-Muhandis. Árásin bryti jafnframt í bága við skilyrðin um veru Bandaríkjahers í Írak og nauðsynlegt væri að írakska þingið kæmi saman vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49