Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 06:22 Ökumenn og aðrir vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu ættu að gefa sér nægan tíma í umferðinni nú í morgunsárið. vísir/vilhelm Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Sjá meira
Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Sjá meira