„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 21:21 Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. Það sé að allt sem fyrirtækið geri sé grunsamlegt og beri að skoða betur. Þetta sagði Kári í athugasemd við Facebookfærslu Stefáns Pálssonar, sagnfræðings og þungavigtarmanns í Vinstri grænum, þar sem Stefán gefur í skyn að með því að bjóðast til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið væri Kári að reyna að koma höndum yfir lífsýni fólks. Kári sagði frá því fyrr í kvöld að ekkert yrði af verkefninu en Alma Möller, landlæknir sagði frá því á blaðamannafundi í gær og virðist sem að boði ÍE hafi verið tekið á jákvæðan máta. Ástæðan fyrir því að ekkert verði af kórónuskimuninni er, samkvæmt Kára, að Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafi skilgreint skimunina sem vísindarannsókn og að ÍE þyrfti að sækja um leyfi. Sjá einnig: Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ skrifaði Kári. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. Það sé að allt sem fyrirtækið geri sé grunsamlegt og beri að skoða betur. Þetta sagði Kári í athugasemd við Facebookfærslu Stefáns Pálssonar, sagnfræðings og þungavigtarmanns í Vinstri grænum, þar sem Stefán gefur í skyn að með því að bjóðast til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið væri Kári að reyna að koma höndum yfir lífsýni fólks. Kári sagði frá því fyrr í kvöld að ekkert yrði af verkefninu en Alma Möller, landlæknir sagði frá því á blaðamannafundi í gær og virðist sem að boði ÍE hafi verið tekið á jákvæðan máta. Ástæðan fyrir því að ekkert verði af kórónuskimuninni er, samkvæmt Kára, að Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafi skilgreint skimunina sem vísindarannsókn og að ÍE þyrfti að sækja um leyfi. Sjá einnig: Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ skrifaði Kári. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32
Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59