Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 14:38 Víðir Reynisson, yfurlögregluþjónn hjá embætti R'ikislögreglustjóra. Mynd/Lögreglan Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira